Vestnorræni dagurinn
Í tilefni Vestnorræna dagsins verður haldin dagskrá í Veröld – húsi Vigdísar og Norræna húsinu.
Í tilefni Vestnorræna dagsins verður haldin dagskrá í Veröld – húsi Vigdísar og Norræna húsinu.
Hér með er boðað til aðalfundar Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu 10. maí n.k. kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7.
Hvað veistu um Norðurlöndin? Eða Júróvisjón? Eða Norðurlöndin í Júróvisjón? Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu býður öll sem elska Norðurlöndin, og að hafa það gaman, að spreyta sig í norrænu Júróvisjónpöbbkvissi.
Sameiginlegur félagsfundur Norræna félagsins í Reykjanesbæ og Norræna félagsins í Suðurnesjabæ fer fram 11. apríl, kl. 20:00 á Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði.
Höfuðborgardeild Norræna félagsis býður til opins kynningarfundar um finnsku kosningarnar fimmtudaginn 30. mars kl. 17 í húsnæði félagsins v/Óðinstorg.
Stjórn Ung norræn boðar til aðalfundar félagsins á Degi Norðurlanda þann 23. mars kl. 20 á Petersen svítunni. Í kjölfarið tekur við gleðskapur af tilefni dagsins.
Í tilefni af Degi Norðurlanda 2023 blæs Norræna félagið á Austurlandi til tónleika með norrænu ívafi í Tehúsinu á Egilsstöðum frá kl. 18:30.
Í tilefni af Degi Norðurlanda 2023 efnir Norræna félagið á Austurlandi til málþings um stöðu Norðurlandamála í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Norræna húsið, Norræna félagið og Norræna ráðherranefndin bjóða þér að taka þátt í Degi Norðurlanda, sem fer fram í Norræna húsinu kl. 16.00 – 18.15 þann 23. mars. Verið öll velkomin.
Laugardaginn 18. mars, kl. 12:00 - 13:00, fer fram hádegisspjall í Norræna húsinu þar sem Jorodd Asphjell forseti Norðurlandaráðs fer yfir áherslur ráðsins og framtíð norræns samstarfs. Að því loknu fara fram pallborðsumræður um þýðingu norræns samstarfs fyrir Ísland.
Laugardaginn 18. febrúar 2023 bjóða Norrænu félögin í Garðabæ og á Höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Norræna húsið, til norræns þorrablóts.
Norræna félagið verður með opinn fund á Egilsstöðum föstudaginn 3. febrúar kl. 15:30 - 16:45. Verið öll kærlega velkomin.
Norræna bókmenntavikan fer fram dagana 14. - 20. nóvember. Skráðu skólann þinn, bókasafnið eða stofnunina og taktu þátt einum stærsta upplestrarviðburði Norðurlandanna!
Norræna félagið verður með þætti á RÁS 1 alla virka daga 17.-28. október. Í þáttunum flytur fólk úr ýmsum áttum stuttar hugleiðingar sem tengjast norrænu samstarfi.
Þann 29. september 2022 verða liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi. Í tilefni aldarafmælisins mun Norræna félagið beita sér fyrir því að allt árið 2022 verði helgað norrænu samstarfi, norrænni vitund, menningu og samkennd. Á sjálfan afmælisdaginn verður svo blásið til norrænnar veislu.
Fundur fólksins - lýðræðishátíð á vegum þriðja geirans - fer fram dagana 16. - 17. september 2022 í Norræna húsinu og Grósku í Reykjavík.
Tónleikarnir Harmóníkan á faraldsfæti fara fram í Fríkirkjunni 15. sept. og á Hvannavöllum, Akureyri, 16. sept. Á tónleikunum verða gullaldarár (1920-1960) harmóníkunnar tekin fyrir en á þessum árum var harmóníkan eitt vinsælasta hljóðfærið á Norðurlöndunum.
Erik Skyum-Nielsen þýðandi og Steen Lindholm kórstjóri segja frá á sameiginlegum fundi Dansk-íslenska og Norræna félagsins mánudaginn 29. ágúst 2022 kl. 20 í Seltjarnarneskirkju.
Þriðjudaginn 16. ágúst nk. kl. 16:30 er ætlunin að ljúka við gróðursetningu í lundinn, en verkið hófst 31. maí síðastliðinn þegar félagsmenn mættu og gróðursettu fyrstu trén.
Nú köllum við á félaga að mæta á ný og leggja hönd á plóg við að ljúka þessu skemmtilega verki. Allir er velkomnir en við biðjum þátttakendur að mæta með eigin skóflur. Sjáumst!
Verið velkomin á minningarathöfn vegna þeirra 77 einstaklinga sem létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 22. júli 2011. Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri föstudaginn 22. júlí kl 16:30. Við munum hittast við Norræna húsið og ganga saman að lundinum.
Föstudaginn 22. júlí kl. 15:00 flytur Lars-Emil Johansen fyrirlestur í Norræna húsinu um Grænland og leið þess til sjálfstæðis. Johansen er einn af stofnendum Siumut flokksins á Grænlandi og fyrrum forsætisráðherra landsins. Við hvetjum allt áhugafólk um grænlensk stjórnmál að mæta og hlýða á fyrirlesturinn og jafnvel taka saman lagið við undirleik fyrirlesarans.
Norræna félagið og Ung norræn bjóða öllum þeim sem eru að koma heim aftur til Íslands eftir lýðháskóladvöl á Norðurlöndunum til veislu í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.
Hvernig geta tæknilausnir stuðlað að auknum norrænum tungumálaskilningi? Geta snjallforrit aukið áhuga ungs fólks á norrænu málunum? Hvaða þátt á enska í því að kunnátta ungs fólks í tungumálum nágrannalandanna fer minnkandi? Þann 27. júní verður haldið spennandi norrænt málþing um tungumál í Reykjavík. Málþingið verður einnig sýnt í beinu streymi.
Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu boðar til hádegisfundar þar sem mál tengd breyttri stöða varnarmála á Norðurlöndum verða rædd undir stjórn Boga Ágústssonar fréttamanns og fyrrv. formanns Norræna félagsins.
Stofnfundur nýrrar deildar Norræna félagsins á Austurlandi verður haldinn 8. júní kl. 17:00 í sal Austurbrúar að Tjarnarbraut 39e, Vonarlandi á Egilsstöðum.
Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi standa höfuðborgardeild og afmælisnefnd félagsins fyrir gróðursetningu á trjám í norrænan afmælis- og vinabæjarlund.