Við vekjum athygli á tónleikunum Harmónikan á faraldsfæti sem fara fram í Fríkirkjunni 15. sept. og Hvannavöllum, Akureyri, 16. sept.
Á tónleikunum verða gullaldarár (1920-1960) harmóníkunnar tekin fyrir en á þessum árum var harmóníkan eitt vinsælasta hljóðfærið á Norðurlöndunum. Fram koma Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, Kristina Farstad Bjørdal, Odd Arne Halaas og Marius Berglund.
Verkefnið er styrkt af Nordisk kulturfond, Kulturrådet, Nordisk kulturkontakt og SFF.