Hefurður áhuga á framtíð dreifbýlis og sjálfbærri samfélagsþróun? Þá er viðburður “Hela Sverige skal leva” eitthvað sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara. HSSL mun kynna starfsemi sína og miðla reynslu sinni í byggðamálum og samfélagsþróun. Samtökin vinna að því að viðhalda búsetu um allt Svíþjóð, einnig í afskekktustu svæðum landsins, með áherslu á fjarvinnu, sjálfbærni og menningarstarfsemi.
Grænlendingar á krossgötum – Opinn fundur Norræna félagsins
Höfuðborgardeild Norræna félagsins býður til opins fundar mánudaginn 10. mars kl. 17:00 á skrifstofu Norræna félagsins við Óðinstorg í Reykjavík. Þar verður fjallað um stöðu mála í Grænlandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara á Grænlandi þann 11. mars.
Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir umræðu um Grænland hér á landi, en það breyttist þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhuga á að kaupa Grænland vegna hernaðarlegrar og efnahagslegrar þýðingar landsins. Á sama tíma hefur sjálfsvitund grænlensku þjóðarinnar eflst og með henni vaxið vonir um algjört sjálfstæði frá Danmörku.
Kosningarnar 11. mars eru taldar sérstaklega áhugaverðar í þessu ljósi. Allir stjórnmálaflokkar á Grænlandi segjast stefna að sjálfstæði, en ágreiningur snýst um hversu hratt skuli stefna í átt að því marki og hvernig tryggja megi efnahagslega sjálfbærni landsins, sem enn nýtur mikils fjárhagslegs stuðnings frá Danmörku.
Á fundinum munu Bogi Ágústsson fréttamaður og Geir Oddson, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Nuuk, ræða pólitíska stöðu Grænlands, lykilviðfangsefni kosningabaráttunnar og hvaða valkostir blasa við Grænlendingum í framtíðinni.
Undanfarin ár hafa komið upp nokkur erfið mál í samskiptum Grænlands og Danmerkur sem kastað hafa skugga á samskipti innan danska ríkjasambandsins. Á sama tíma eflist sjálfsvitund grænlensku þjóðarinnar og með henni von um algjört sjálfstæði frá Danmörku. Allir stjórnmálaflokkar segjast stefna að sjálfstæði Grænlands.
Það er í þessu ljósi sem kosningar til grænlenska þingsins, Inatsisartu, þann 11. mars nk. eru sérstaklega áhugaverðar. Íbúar Grænlands, sem eru um 56 þúsund, geta valið á milli frambjóðenda frá 7 framboðum, og venjulega ná fjórir flokkar sæti á þingi. Sögulega hafa tveir flokkar á vinstri væng stjórnmálanna ráðið málum á þingi landsins; flokkur núverandi formanns landsstjórnarinnar Muté B. Egede sem nefnist Inuit Ataqatigiit og krataflokkurinn Siumut. Spurning um aukið sjálfstæði frá Danmörku og framtíðartengsl við Bandaríkin er helsta átakamálið í kosningabaráttunni. Deilumálið er hversu hratt á að ganga fram á sjálfstæðisbrautinni og hvernig á að tryggja efnahag landsins sem í dag hvílir á stuðning frá danska ríkinu.
Málefni fundarins:
Helstu breytingar frá því að síðast var kosið til þings í Grænlandi
Hvaða stjórnmálaöfl/einstaklingar eru að takast á í kosningabaráttunni og hver er afstaða þeirra til sambandsins til Danmerkur og tengsla við Bandaríkin. Önnur átakamál s.s. sjávarútvegur, jarðefni, velferðarmál.
Helstu einkenni grænlensk samfélags og samanburður við Ísland og Færeyjar.
Breytingar á sjálfsvitund Grænlendinga og afstöðunni til Danmerkur og ríkissambandsins undanfarin ár
Efnahagslegar forsendur fyrir sjálfstæði
Hvernig koma framangreind atriði fram í þingkosningunum
Spurningar og umræður
Áætlað er að fundinum ljúki kl 18.00
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir
Góugleði deilda Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu
Tónleikar Björns Thoroddsen og Janne Schaffer í Salnum Kópavogi, föstudaginn 21. febrúar
Jan Erik Tage „Janne“ Schaffer (fæddur 24. september 1945) er sænskur lagahöfundur og gítarleikari. Hann er þekktastur fyrir störf sín sem session-gítarleikari hjá ABBA en hann hefur einnig hljóðritað með listamönnum eins og Bob Marley, Johnny Nash, Art Farmer og Tony Williams. Hann lék einnig á Montreux Jazz Festival 1977.
Hvers vegna kennum við dönsku? Þess vegna kennum við dönsku!
Sorry, I don´t speak Danish, var ráðstefna sem Norræna félagið hélt í nóvember 2023. Staða dönskunnar er enn til umfjöllunar og nú er spjótunum beint að þeim möguleikum sem dönskukunnátta opnar.
Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Við hvetum áhugamenn um norræna samvinnu til að mæta og taka þátt í umræðum.
Alþingiskosningar og norrænt samstarf
Hvers virði er Norrænt samstarf þeim flokkum sem bjóða sig fram til Alþingis á morgun 30. nóv.
Veistu ekki hvað þú átt að kjósa? Þá getur verið fróðlegt að kynna sér afstöðu þeirra til Norræns samstarfs.
T.d. Hversu mikilvægt er norrænt samstarf að mati flokkanna? Vilja þeir aukið og nánar norrænt samstarf?
Norræna félagið sendi 3 spurningar á þá flokka sem bjóða sig fram. Svör þeirra flokka sem bárust fylgja með að neðan.
Norræna félagið auglýsir eftir verkefnastjóra
Norræna félagið auglýsir starf verkefnastjóra hjá félaginu laust til umsóknar. Aðalstarfið felst í umsjón með Nordjobb á Íslandi. Við bjóðum uppá frábær tækifæri til að þróast í starfi. Regluleg ferðalög innan Norðurlandanna tengd verkefnum. Um er að ræða fullt framtíðarstarf. Umsóknarfrestur til 5. desember. Umsóknir sendist á norden@norden.is
Frelsi á Norðurlöndunum, þema norrænu bókmenntavikunnar 2024
Þema Norrænu bókmenntavikunnar er Frelsi á Norðurlöndunum og varpar ljósi á 80 ára lýðveldishátíð Íslands með vali á bókunum, Eldgos eftir Rán Flygenring og Skugga-Baldur eftir Sjón.
Enn er möguleiki á að skrá sig til leiks á https://www.nordisklitteratur.org/is
Verkefnið er samstarfsverkefni Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndunum
Opnir fundir Norræna félagsins í Mosfellsbæ 5 nóv, Hafnarfirði 6. nóv og Kópavogi 7 nóv
Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu heldur opna fundi um norrænt samstarf dagana 5. 6. og 7. nóvember 2024. Þar verður fjallað um norrænt samstarf á breiðum grundvelli og sjónunum beint að þeim miklu samskiptum við eigum á norrænum vettvangi. Lögð verður áhersla á kynna þá miklu möguleika sem ungt fólk hefur í gegnum þessi tengsl.
Dagskrá fundanna má sjá í fréttinni.
Öll velkomin.
Tónleikar Stockholms Manskör á Íslandi dagana 11. - 13. október
Dagana 11.-13. október nk. mun Stockholms Manskör halda þrenna tónleika hér á landi í samstarfi við Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Karlakór Selfoss.
Á efnisskrá tónleika Stockholms Manskör kennir ýmissa grasa þar sem skandinavísk kórtónlist skipar stóran sess með verkum eftir m.a. Edvard Grieg, Hugo Alfven og Jean Sibelius svo dæmi séu tekin. Auk þess eru á efnisskránni verk eftir franska höfunda eins og Camille Saint-Saëns, Darius Milhaud og Francis Poulenc. Eins má geta einstakra laga eins og „Bridge over troubled water“ eftir þá félaga Simon og Garfunkel auk ABBA lagsins „Mamma Mia“ og fleiri laga.