Alþingiskosningar og norrænt samstarf

Hvers virði er Norrænt samstarf þeim flokkum sem bjóða sig fram til Alþingis á morgun 30. nóv.

Veistu ekki hvað þú átt að kjósa? Þá getur verið fróðlegt að kynna sér afstöðu þeirra til Norræns samstarfs.

T.d. Hversu mikilvægt er norrænt samstarf að mati flokkanna? Vilja þeir aukið og nánar norrænt samstarf?

Norræna félagið sendi 3 spurningar á þá flokka sem bjóða sig fram. Svör þeirra flokka sem bárust fylgja með að neðan.

Norræna félagið auglýsir eftir verkefnastjóra

Norræna félagið auglýsir eftir verkefnastjóra

Norræna félagið auglýsir starf verkefnastjóra hjá félaginu laust til umsóknar. Aðalstarfið felst í umsjón með Nordjobb á Íslandi. Við bjóðum uppá frábær tækifæri til að þróast í starfi. Regluleg ferðalög innan Norðurlandanna tengd verkefnum. Um er að ræða fullt framtíðarstarf. Umsóknarfrestur til 5. desember. Umsóknir sendist á norden@norden.is

Frelsi á Norðurlöndunum, þema norrænu bókmenntavikunnar 2024

Frelsi á Norðurlöndunum, þema norrænu bókmenntavikunnar 2024

Þema Norrænu bókmenntavikunnar er Frelsi á Norðurlöndunum og varpar ljósi á 80 ára lýðveldishátíð Íslands með vali á bókunum, Eldgos eftir Rán Flygenring og Skugga-Baldur eftir Sjón.

Enn er möguleiki á að skrá sig til leiks á https://www.nordisklitteratur.org/is

Verkefnið er samstarfsverkefni Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndunum

Opnir fundir Norræna félagsins í Mosfellsbæ 5 nóv, Hafnarfirði 6. nóv og Kópavogi 7 nóv

Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu heldur opna fundi um norrænt samstarf dagana 5. 6. og 7. nóvember 2024. Þar verður fjallað um norrænt samstarf á breiðum grundvelli og sjónunum beint að þeim miklu samskiptum við eigum á norrænum vettvangi. Lögð verður áhersla á kynna þá miklu möguleika sem ungt fólk hefur í gegnum þessi tengsl.

Dagskrá fundanna má sjá í fréttinni.

Öll velkomin.

Tónleikar Stockholms Manskör á Íslandi dagana 11. - 13. október

Tónleikar Stockholms Manskör á Íslandi dagana 11. - 13. október

Dagana 11.-13. október nk. mun Stockholms Manskör halda þrenna tónleika hér á landi í samstarfi við Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Karlakór Selfoss.

Á efnisskrá tónleika Stockholms Manskör kennir ýmissa grasa þar sem skandinavísk kórtónlist skipar stóran sess með verkum eftir m.a. Edvard Grieg, Hugo Alfven og Jean Sibelius svo dæmi séu tekin. Auk þess eru á efnisskránni verk eftir franska höfunda eins og Camille Saint-Saëns, Darius Milhaud og Francis Poulenc. Eins má geta einstakra laga eins og „Bridge over troubled water“ eftir þá félaga Simon og Garfunkel auk ABBA lagsins „Mamma Mia“ og fleiri laga.

Útgáfuhóf bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums, í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst kl 15:30-17:00

Útgáfuhóf bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums, í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst kl 15:30-17:00

Það er með ánægju sem Safnafræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Höfuðborgardeild Norræna félagsins býður til útgáfuhófs í tilefni að útgáfu bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums: Useful Heritage in the British Isles, Iceland, and Norway, eftir Dr. Guðrúnu D. Whitehead, lektor í safnafræði.

Útgáfuhófið verður í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst, kl. 15:30-17:00.

Höfundur les úr bók sinni auk þess sem Glímudeild KR tekur nokkur glímutök. Tónlist verður í umsjón Ragnars Ólafssonar,