Nordjobb er dýrmæt starfsreynsla og góð leið til að kynnast einu af nágrannalöndum þínum
Sæktu um árstíðabundið starf hjá Nordjobb til að upplifa hvernig það er að búa í öðru norrænu landi og á sama tíma eignast nýja vini frá öllum kimum Norðurlandanna.
Hver má sækja um?
Þú ert með ríkisborgararétt í norrænu landi eða í ESB-landi.
Þú ert á aldrinum 18-30 ára.
Þú talar ensku eða skandinavískt tungumál (dönsku, norsku eða sænsku).
Hvað býður Nordjobb upp á?
Árstíðabundið starf í öðru norrænu landi.
Útvegun á húsnæði.
Spennandi menningar- og frístundardagskrá.
Aðstoð við útvegun á kennitölu, skattkorti og bankareikningi.
Sækja um
→ Senda inn almenna umsókn (vera á skrá)
→ Sækja beint um störf (öll laus störf eru auglýst á heimasíðu Nordjobb)
Nordjobb vinnur að því að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og að auka þekkingu á tungumálum og menningu á Norðurlöndunum. Frá 1985 hafa um það bil 30.000 ungmennum á aldrinum 18-30 ára fengið starf gegnum Nordjobb og tækifæri til að upplifa annað norrænt land.
Með því að taka þátt í Nordjobb leggja bæði þátttakendur og vinnuveitendur sitt af mörkum til að auka hreyfanleika yfir landamæri Norðurlandanna.
Viltu vita meira?
Hér getur þú hlustaða á og lesið um upplifanir íslenskra Nordjobbara.
Þú getur líka fylgt Norræna félaginu á Instagram og TikTok og fylgst betur með í máli og myndum.
Ef þú ert vinnuveitandi sem vilt ganga til liðs við Nordjobb og bjóða ungmennum að starfa hjá þér í ákveðinn tíma getur þú kannað málið nánar hér og skráði fyrirtækið þitt hér. Þú getur einnig sent okkur línu á island@nordjobb.org
Nordjobb er styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Norrænu ráðherranefndinni