Dagskrá viðburðarársins
Allir viðburðir sem tengjast Sænsk-íslenska viðburðarárinu 2024—2025 birtast hér.
11. - 13. október 2024:
Dagana 11.-13. október nk. mun Stockholms Manskör halda þrenna tónleika hér á landi í samstarfi við Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Karlakór Selfoss.
Sjá nánar hér og dagskrá tónleikanna.
Það mikill fengur fyrir íslensk tónlistarlíf og þá sérstaklega unnendur karlakóratónlistar að fá Stockholms Manskör (https://stockholmsmanskor.se/) undir stjórn hins þekkta stjórnanda Håkan Sund í heimsókn til Íslands.
Kórinn sem stofnaður var laust eftir síðustu aldamót hefur á að skipa úrvals söngvurum sem margir hverjir sungu áður með hinum heimsþekkta kór Orphei Drängar.
16. mars 2024:
23. júní 2024:
Midsommar, hátíð við Norræna húsið í Reykjavík.
Blómakransar, dans, tónlist.
Lindex og Nocco verða á staðnum með glaðning
Öll velkomin og aðgangur ókeypis
Allar upplýsingar hér: