Norræna félagið og norrænt samstarf
Spurningaskrá númer 134
Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins leitaði félagið í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands til heimildamanna til að safna upplýsingum um viðhorf almennings til Norðurlandanna og norræns samstarfs. Leitað var til þeirra sem hafa reynslu af norrænu samstarfi í einni eða annarri mynd, hvort heldur sem er gegnum nám, í starfi, félagsstarfi eða vegna fjölskyldusögu.