Skráðu þig í Norræna félagið og taktu þátt í norrænu samstarfi.
Aðild að Norræna félaginu er öllum opin og með því að gerast félagi styrkir þú gott og mikilvægt starf félagsins. Kynntu þér verkefnin.
Árgjald Norræna félagsins nemur kr. 4.900. Fyrirtæki og stofnanir greiða kr. 19.000.
Félagsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli í heimabanka. Einnig er hægt að greiða félagsgjöld með því að leggja andvirðið inn á reikning Norræna félagsins í Arion banka; reikningsnúmer 0334-26-11032, kenntitala Norræna félagsins er 490269-5689. Vinsamlegast setjið kennitölu ykkar í skýringu.
Aðild að Ung norræn, ungmennadeild Norræna félagsins, er ókeypis fyrir ungmenni að 30 ára aldri. Notið formið að neðan fyrir skráningu í Ung norræn.