Markmið Snorraverkefnanna er að efla tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku.
Snorraverkefnin mynda brú milli menningarsvæða með því að bjóða fólki af íslenskum ættum frá Norður-Ameríku að koma hingað til lands og kynnast uppruna sínum, fjarskyldum ættingjum og menningu Íslands. Einnig býðst íslenskum ungmennum að taka þátt í fjögurra vikna ævintýraferð um slóðir vesturfaranna í Norður-Ameríku.
Markmið verkefnisins er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og Íslendinga og hvetja þá til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn í fjölþjóðlegu samfélagi Kanada og Bandaríkjanna.
Snorri
Fimm vikna Íslandsferð fyrir ungmenni af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum. Þátttakendur fræðast um íslenskan uppruna sinn, kynnast landi og þjóð, menningu og sögu landsins.
Snorri West
Sögulegt fjögurra vikna sumarævintýri í Norður-Ameríku fyrir Íslendinga á aldrinum 20 -30 ára. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að kynnast Íslendingasamfélaginu vestra, staðháttum og sögu.
Snorri Plús
Tveggja vikna sumardvöl á Íslandi með fjölbreytta dagskrá fyrir 30 ára og eldri. Spennandi ævintýri fyrir einstaklinga, hópa og fjölskyldur. Þátttakendur eru annað hvort af íslenskum ættum eða hafa brennandi áhuga á Íslandi.
→ Samfélagsmiðlar @thesnorriprograms
Snorrasjóður var stofnaður árið 1999 og er samstarfsverkefni Norræna félagsins og Þjóðræknifélags Íslendinga (ÞFÍ).