Back to All Events

Fundur fólksins 2022


Fundur fólksins - lýðræðishátíð á vegum þriðja geirans - fer fram dagana 16. - 17. september 2022 í Norræna húsinu og Grósku í Reykjavík.

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Markmið fundarins er að skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála og fjölmiðla.

Skráning viðburða fer fram á www.fundurfolksins.is og lýkur 30. september. Dagskrá auglýst síðar.

Fundur fólksins er sjálfstæð lýðræðishátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar.

Earlier Event: September 15
Harmónikan á faraldsfæti