Back to All Events

Norrænt málþing um tungumál 27. júní í Veröld

  • Veröld - Hús Vigdísar Brynjólfsgata 1 107 Reykjavík (map)

Hvernig geta tæknilausnir stuðlað að auknum norrænum tungumálaskilningi? Geta snjallforrit aukið áhuga ungs fólks á norrænu málunum? Hvaða þátt á enska í því að kunnátta ungs fólks í tungumálum nágrannalandanna fer minnkandi? Þann 27. júní verður haldið spennandi norrænt málþing um tungumál í Reykjavík. Málþingið verður einnig sýnt í beinu streymi.

Tungumálaskilningur innan Norðurlanda er málefni sem oft kemur upp í norrænu samstarfi og oft í tengslum við skilning á skandinavísku málunum. Mánudaginn 27. júní býður þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs ásamt Norræna félaginu á Íslandi til málþings um tungumál þar sem kastljósinu verður beint að því hvernig megi efla samskipti innan Norðurlanda.

Málþingið verður haldið í Vigdísarstofnun í Veröld – húsi Vigdísar við Háskóla Íslands og einnig verður hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu á netinu.

Hér er hægt að skrá sig til þátttöku á staðnum í Veröld – húsi Vigdísar (wufoo)

Bein útsending frá málþinginu á Facebook

Tæknilegar lausnir og raunveruleg dæmi

Gagnkvæmur tungumálaskilningur auðveldar för á milli norrænu landanna og styrkir tengslin á milli íbúa þeirra. Fram hefur komið í skýrslum og umræðum á undanförnum árum að norrænn tungumálaskilningur er á undanhaldi og með hliðsjón af þeim úrlausnarefnum sem því fylgja er málþinginu skipt upp í tvo hluta: Málnotkun á Norðurlöndum og Máltæknileg hjálpargögn.

Í dag er hægt að nota símann til að þýða jafnt talað sem ritað mál svo til jafnóðum. Því er mikilvægt að velta fyrir sér hvort síminn verði enn okkar helsta tól fyrir tungumálasamskipti eftir 10 ár. Aðrar spurningar sem velt verður upp á málþinginu tengjast meðal annars því hvernig nota megi tæknina til að auka áhuga ungs fólks á skandinavísku málunum, jafnt með tilliti til náms sem í öðru samhengi. Og er einhver von um raunverulegan norrænan tungumálaskilning eða eigum við öll eftir að tala ensku við hvert annað í framtíðinni?

Hér má skoða dagskrána

Fræðimenn, stjórnmálamenn, kennarar, tungumálasérfræðingar og Nordplus-fólk

Á sviðinu í Veröld mun fjöldi norrænna fræðimanna, stjórnmálamanna, kennara, tungumálasérfræðinga, námsfólks og Nordplus-fólks segja frá reynslu sinni og sjónarhorni á þau úrlausnarefni og tækifæri sem í framtíðinni felast fyrir norrænt tungumálasamstarf og -skilning. Þátttakendum verður boðið að bera upp spurningar.    

Þátttakendur:

  • Camilla Gunell, formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs

  • Viktor Ingi Lorange, formaður Ungra norrænna, ungmennadeildar Norræna félagsins á Íslandi

  • Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku við Háskóla Íslands

  • Mikael Hiltunen, Svenska Nu

  • Atli Geir Halldórsson, fyrrverandi grunnskólanemandi í Danmörku og Nordplus-styrkþegi

  • Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, Norræna félaginu á Íslandi og fyrrverandi deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu

  • Kolbrún Friðriksdóttir, aðjúnkt í íslensku sem öðru máli sem rannsakað hefur svokallað CALL (Computer Assisted Language Learning)

  • Dagbjört J. Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari til 25 ára og núverandi dönskukennari við Norðlingaskóla.

  • Jón Yngvi Jóhannsson, fundarstjóri

Málþingið fer fram á skandinavísku, finnsku og íslensku og verður boðið upp á túlkun á milli sömu mála.