Norræna félagið og Ung norræn bjóða öllum þeim sem eru að koma heim aftur til Íslands eftir lýðháskóladvöl á Norðurlöndunum til veislu í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.
Við munum fara yfir starfsemi Norræna félagsins og Ung norræn, ungliðadeild Norræna félagsins á Íslandi, kynnir starf lýðháskólafulltrúa. Veitingar verða í boði. Verið kærlega velkomin!