Hvað veistu um Norðurlöndin? Eða Júróvisjón? Eða Norðurlöndin í Júróvisjón?
Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu býður öll sem elska Norðurlöndin, og að hafa það gaman, að spreyta sig í norrænu Júróvisjónpöbbkvissi.
Hildur Tryggvadóttir Flovenz hefur tekið það að sér að semja spurningar fyrir okkur og að halda upp í fjörinu.
Vinningar og veitingar á boðstólnum!
Húsið opnar kl. 17 og kviss hefst kl. 17:30
Staðsetning: Óðinsgata 7, 101 Reykjavík.