Hér með er boðað til aðalfundar Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu 10. maí n.k. kl. 19:30.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7.
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og ritara.
Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar.
Kosning formanns. – Á ekki við. Formaður kosinn til tveggja ára 1. apríl 2022
Kosning stjórnar og varastjórnar fyrir næsta starfsár.
Kosning skoðunarmanns reikninga fyrir næsta starfsár.
Lagabreytingar
Önnur mál.
Fundarslit
Að fundi loknum verða óformlegar umræður um norrænt samstarf.
Boðið verður upp á léttar veitingar.