Uppástand er þáttur á RÁS 1 þar sem fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni. Þessa dagana er Uppástand sent út í samvinnu við Norræna félagið, sem hélt upp á 100 ára afmæli sitt nú í haust. Um er að ræða tíu 5 mínútna þætti sem verða á dagskrá kl. 12:03 alla virka daga 17. – 28. október.
Dagskrá:
17. október
100 ára afmæli Norræna félagsins – Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.
18. október
Samstarf Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins og Norræna félagsins – Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands.
19. október
Konungar Íslands – Kristján Sveinsson, sagnfræðingur.
20. október
Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar – Ástrós Signýjardóttir, verkefnastjórri Info Norden.
21. október
Samvinna norrænu þjóðþinganna – Helgi Þorsteinsson, stjórnarmaður í Norræna félaginu.
24. október
Umhverfissamstarf – Tryggvi Felixsson, auðlindahagfræðingur og fyrrum starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs.
25. október
Norræn samvinna á sviði menningarmála – Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, þjóðfræðingur og formaður Höfuðborgardeildar Norræna félagsins á Íslandi.
26. október
Ungt fólk og Norðurlöndin – Hannes Björn Hafsteinsson, verkefnastjóri Nordjobb hjá Norræna félaginu.
27. október
Skiptinám á Norðurlöndum – Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna félaginu.
28. október
Tækifæri í norrænni samvinnu – Ásdís Eva Hannesdóttir, framkvæmdarstjóri Norræna félagsins