Embætti forseta Íslands hefur gerst sérstakur verndari Norræna félagsins á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli þess. Þetta er góður lokapunktur á afar vel heppnað afmælisár.
Norræna bókmenntavikan fer fram dagana 14.-20. nóv. Skráðu skólann þinn, bókasafnið eða stofnunina og taktu þátt einum stærsta upplestrarviðburði Norðurlandanna!
Ekki missa af útvarpsþáttum Norræna félagsins alla virka daga kl. 12:03 á RÁS 1 dagana 17.-28. október. Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar um norrænt samstarf. Þættirnir voru unnir í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins nú í haust.
Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjalla um norræna samvinnu á átakatímum í Veröld - húsi Vigdísar 19. október.
Í september er tímabilinu fyrir sumarstörf lokið og haustmyrkrið er að leggjast yfir okkur. Þetta felur þó í sér ný starfstækifæri gegnum Nordjobb fyrir þig sem hefur áhuga á árstíðabundnum störfum í haust og vetur.
Norrænn vinalundur var vígður í Fossvogsdal í gær í tilefni 100 ára afmælis Norræna félagsins. Verkefnið er samstarf Kópavogsbæjar og Norræna félagsins í tilefni afmælisins.
Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kannski ekki von.