Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjalla um norræna samvinnu á átakatímum í Veröld - húsi Vigdísar 19. október næstkomandi kl. 14:15-15:45. Að loknum þeirra erindum taka ráðherrar í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands þátt í pallborðsumræðum.
Nánari upplýsingar og dagskrá á heimasíðu Háskóla Íslands.