Í september er tímabilinu fyrir sumarstörf lokið og haustmyrkrið er að leggjast yfir okkur. Þetta felur þó í sér ný starfstækifæri gegnum Nordjobb fyrir þig sem hefur áhuga á árstíðabundnum störfum í haust og vetur.
Við gerum ráð fyrir að alls um 150 umsækjendur fái atvinnutilboð gegnum Nordjobb í haust og vetur. Hér að neðan getur þú séð yfirlit yfir tegundir starfa sem hægt er að sækja um í haust og vetur.
Noregur
Noregur er landið þar sem flest störf eru í boði á okkar vegum. Hér er í boði úrval af spennandi störfum á fjallahótelum og skíðasvæðum yfir vetrartímann. Við leitum, til dæmis, að starfsfólki í skíðaverslun og heilsunuddurum í Trysil. Fyrir þig sem vilt vinna í haust erum við einnig með hótelstörf þar sem möguleiki er á að byrja vinna strax. Einnig eru laus störf í fiskvinnslu í Norður-Noregi.
→ Sjá laus störf í Noregi
Grænland
Á Grænlandi erum við aðallega með sumarstörf en nú er líka hægt að sækja um nokkur störf í haust. Sæktu um starfið á veitingastað á hóteli eða starf við ræstingar í Kangerlussuaq sem fyrst.
→ Sjá laus störf á Grænlandi
Ísland
Á Íslandi eru laus störf í hótelbransanum í Höfn og fyrir utan Höfn, hægt er að fá ráðningu sem byrjar í haust og endar í janúar/febrúar.
→ Sjá laus störf á Íslandi
Svíþjóð
Í Svíþjóð leitum við, meðal annars, að finnskumælandi aðilum til starfa við umönnun aldraðra sem og dönsku- og norskumælandi aðilum til starfa í þjónustuveri í Gautaborg og Stokkhólmi. Yfir vetrartímann eru einnig í boði störf á skíðasvæði í Sälen.
→ Sjá laus störf í Svíþjóð
Finnland
Nokkur störf eru í boði í Finnlandi í haust, í heilbrigðiskerfinu og leikskóla, ásamt þýðingarstarfi.