Í júní síðastliðinn bauð Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs ásamt Norræna félaginu á Íslandi til málþings um tungumál, þar sem kastljósinu var beint að því hvernig efla megi samskipti innan Norðurlanda.
Dansk-íslenska félagið og Norræna félagið efna til sameiginlegs fundar mánudaginn 29. ágúst kl. 20 í Seltjarnarneskirkju. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar verða í boði á eftir.
Föstudaginn 22. júlí kl. 15:00 flytur Lars-Emil Johansen fyrirlestur í Norræna húsinu. Við hvetjum allt áhugafólk um grænlensk stjórnmál að mæta og hlýða á fyrirlesturinn og jafnvel taka saman lagið við undirleik fyrirlesarans.
Verið velkomin á minningarathöfn vegna þeirra 77 einstaklinga sem létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 22. júli 2011. Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri föstudaginn 22. júlí kl 16:30.