Minningarathöfn um atburðina í Útey - 22. júlí kl. 16:30

Verið velkomin á minningarathöfn vegna þeirra 77 einstaklinga sem létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 22. júli 2011. Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri föstudaginn 22. júlí kl 16:30.

Við munum hittast við Norræna húsið og ganga saman að lundinum. Gestum er velkomið að koma með rósir eða kerti.

Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi og Guðrún Jóna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna flytja erindi.

Aðgengismál: Bílastæði eru við Norræna húsið og svo er stuttur spölur að minningarlundinum, yfir gras sem gæti verið illfært hjólastólum í rigningu.