Ert þú á aldrinum 18-25 ára? Vilt þú læra meira um viðburðahald og pop-up lýðræði? Þá getur þú tekið þátt sem sjálfboðaliði í Ungdommens Folkemøde NORD.
→ Smelltu hér til að lesa nákvæma lýsingu á verkefninu
Ungdommens Folkemøde NORD fer fram 21.-23. apríl 2023. Sem sjálfboðaliði tekur þú þátt í verkefninu frá september 2022, fyrsti fundur fer fram 6.-8. september 2022. Í framhaldinu fer fundarhald fram á netinu þangað til í apríl. Verkefnið greiðir allan ferðakostnað.
Við leitum nú að 2 aðilum frá Íslandi til að taka þátt í verkefninu. Umsóknarfrestur er 1. ágúst 2022. Umsóknir sendist á ellen@ungdomsbureauet.dk.
Ekki hika við að hafa samband við Norræna félagið eða Ungdomsbureauet ef þú hefur spurningar.