Stofnfundur Norræna félagsins á Austurlandi

Stofnfundur nýrrar félagsdeildar Norræna félagsins á Austurlandi fór fram fyrir fullu húsi 8. júní síðastliðinn. Á fundinn mætti áhugasamt fólk úr flestum byggðarlögum svæðisins sem ætlar að beita sér fyrir auknu norrænu samstarfi og vinarþeli landanna á milli.

Hrannar Björn formaður Norræna félagsins á Íslandi flutti ávarp um mikilvægi norræns samstarfs og Ásdís Eva Hannesdóttir framkvæmdarstjóri félagsins fór yfir helstu verkefni.

Deildin var stofnuð formlega, nýir félagar skráðir og stjórn kosin. Við hlökkum til samstarfsins og hvetjum áhugasama að kynna sér fjölbreytt starf félagsdeilda Norræna félagsins víðs vegar um landið.

Hér má lesa frétt Austurfréttar um stofnfundinn og viðtal við Signýju Ormarsdóttir, en hún hefur haft veg og vanda af stofnun deildarinnar - Mikill fjöldi á stofnfundi Austurlandsdeildar Norræna félagsins (austurfrett.is)

Hægt er að skrá sig í félagið hér: https://www.norden.is/skraning