Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á árinu og norræns vinarbæjarmóts, sem fer fram í lok september, gróðursettu félagsmenn fyrstu trén í norrænan afmælis- og vinabæjarlund 31. maí síðastliðinn.

Tré frá öllum Norðurlöndunum munu þar minna okkur á mikilvægi norrænnar samvinnu, samstöðu og vinarþels.

Kópavogsbær úthlutaði um 400 m2 svæði fyrir lundinn sem verður við enda Álfatúns í Kópavogi á móts við Fossvogsskóla.

Eftirfarandi tegundir voru gróðursettar:

• Hafþyrni – fyrir Álandseyjar

• Beyki – fyrir Danmörku

• Hengibjörk – fyrir Finnland

• Rjúpnavíðir fyrir Grænland (salix glauca)

• Gulvíðir (brekkurvíðir) – fyrir Færeyjar

• Birki (embla) – fyrir Ísland

• Rauðgreni – fyrir Noreg

• Skógarfura – fyrir Svíþjóð