Matur, skemmtiatriði, glaumur & gleði
Þann 29. september 2022 verða liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi og í tilefni aldarafmælisins hefur allt árið 2022 verði helgað norrænu samstarfi, norrænni vitund, menningu og samkennd.
Á sjálfan afmælisdaginn verður efnt til norrænnar afmælisveislu á Hótel Borg og félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt og fagna með okkur. Veislustjóri kvöldsins verður Anna Svava Knútsdóttir. Forseti Íslands flytur ávarp ásamt formanni Norræna félagsins og hljómsveitin Hundur í óskilum sér um skemmtiatriði.
Skráning fer fram á norden@norden.is og verð er 9.900 kr.
Höfuðborgarmót Norrænu félaganna verður haldið í tengslum við afmælishátíðina og hægt er að taka þátt í einstaka viðburði eða skrá sig á alla viðburði á þessum tíma.
Sjá nánar: Dagskrá 2022