Í viðtali við Fréttablaðið segir formaður Norræna félagsins það mikilvægara en nokkurn tíma að efla samstarf og vináttu á milli Norðurlanda. Fólk taki norrænu samstarfi sem gefnum hlut og hafi það leitt til hnignunar.
Á sambandsþingi Norræna félagsins sem haldið var 1. – 2. apríl var samþykkt eftirfarandi ályktun þar sem Norræna félagið fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu.
Á sambandsþingi Norræna félagsins 1. – 2. Apríl 2022 urðu breytingar á lögum félagsins og fækkað í stjórn. Á aðalfundi Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu var kjörinn nýr formaður.
Aðalfundur Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu verður haldinn að Óðinsgötu 7 föstudaginn 1. apríl kl 15:00. Viðfangsefni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.
Viðtal við Hrannar Björn Arnarsson, formann Norræna félagsins, þar sem hann ræðir meðal annars Dag Norðurlandanna 23. mars og 100 ára afmæli félagsins á árinu.
Þann 23. mars n.k. verður Dagur Norðurlandanna haldinn hátíðlegur vítt og breytt um öll Norðurlöndin og í ár bjóða Norræna félagið og Norræna húsið til norræns gestaboðs í Norræna húsinu kl. 16:30. Léttar veitingar verða í boði.
Dagur Norðurlanda á sér alllanga sögu en hefur færst til og tekið miklum breytingum í áranna rás. Árið 1936 var „Norræni dagurinn” haldinn hátíðlegur 27. október í öllum norrænu ríkjunum að frumkvæði Norrænu félaganna.
Þann 29. september 2022 verða liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi. Í tilefni aldarafmælisins mun Norræna félagið beita sér fyrir því að allt árið verði helgað norrænu samstarfi, vitund, menningu og samkennd.
Súðbyringurinn hefur verið tilnefndur til lista UNESCO yfir verðmætar menningarerfðir. Vitafélagið og Norræna félagið boða til móttöku í Norræna húsinu fimmtudaginn 16. desember kl 16:00-18:00.