Sjóður hjónanna A.P. Møller og eiginkonu hans Chastine Mc-Kinney Møller styrkir Norden i Skolen um 11 miljónir DKK (um 220 miljónir ISK). Styrknum er ætlað að efla norræn tungumál og menningarlæsi milli nemenda og þannig stuðla að aukinni norrænni samheldni.
Norden i Skolen er verkefni Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndunum og í samstarfi við Buster kvikmyndahátíðina, Danska kennarasambandið, NAPA (Norræna stofnunin á Grænlandi) auk samstarfs við kvikmyndahátíðir á Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
Styrkurinn frá A.P. Møller sjóðnum mun fara í fjölda átaksverkefna sem efla kennsluvefinn. Verkefnin sem bæði kennarar og nemendur geta hlakkað til eru m.a.:
• Norrænar stuttmyndir sem sýndar verða bæði á netinu og á barnakvikmyndahátíðum.
• Norrænt jóladagatal á hljóðformi.
• Kvikmyndir og sögur frá börnum víðs vegar um Norðurlönd á einum og sama stað.
• Kennsluefni fyrir námsgreinarnar sagnfræði og félagsvísindi með norræna áherslu.
• Heilsdagsnámskeið fyrir grunnskólakennara með áherslu á norræn tungumál, menningu og samfélagsskilning í kennslu.
• Uppfærð verkfærakista fyrir kennara um skipulag og framkvæmd kennslu í ýmsum norrænum greinum.
Það er bæði mikið magn og fjölbreytni í því átaki sem unnið er að til að ná til norrænna barna og ungmenna.
„Það er mikil eftirspurn eftir nýstárlegum leiðum til að vinna með norræn tungumál- og menningarlæsi í skólum. Við hlökkum til hefjast handa við verkefnið með frábærum samstarfsaðilum okkar. Styrkurinn skiptir öllu máli og er gríðarlega mikilvæg gjöf til norræns menningar- og tungumálasamstarfs,“ segir Thomas Henriksen, verkefnastjóri Norden i Skolen og yfirmaður skóla, menningar og menntamála hjá Samtökum Norrænu félaganna.
Strax í ár geta kennarar og nemendur hlakkað til norræns jóladagatals, kynningar á nýju kennsluefni um sagnfræði og annarra verkefna unna með samstarfsaðilum. Allt verður þetta á Norden i Skolen: www.nordeniskolen.org