Kennsluvefurinn Norden i Skolen fær stóran styrk frá A.P. Møller sjóðnum

Kennarar og nemendur um öll Norðurlönd geta nú hlakkað til sameiginlegs norræns jóladagatals, stafrænna kvikmyndasmiðja og margs fleira þar sem hinn vinsæli norræni kennsluvefur Sambands Norrænu félaganna, FNF, Norden i Skolen hlaut nýverið stóran styrk sem tryggir starfið næstu ár.

Sjóður hjónanna A.P. Møller og eiginkonu hans Chastine Mc-Kinney Møller styrkir Norden i Skolen um 11 miljónir DKK (um 220 miljónir ISK). Styrknum er ætlað að efla norræn tungumál og menningarlæsi milli nemenda og þannig stuðla að aukinni norrænni samheldni.

Norden i Skolen er verkefni Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndunum og í samstarfi við Buster kvikmyndahátíðina, Danska kennarasambandið, NAPA (Norræna stofnunin á Grænlandi) auk samstarfs við kvikmyndahátíðir á Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Styrkurinn frá A.P. Møller sjóðnum mun fara í fjölda átaksverkefna sem efla kennsluvefinn. Verkefnin sem bæði kennarar og nemendur geta hlakkað til eru m.a.:

• Norrænar stuttmyndir sem sýndar verða bæði á netinu og á barnakvikmyndahátíðum.

• Norrænt jóladagatal á hljóðformi.

• Kvikmyndir og sögur frá börnum víðs vegar um Norðurlönd á einum og sama stað.

• Kennsluefni fyrir námsgreinarnar sagnfræði og félagsvísindi með norræna áherslu.

• Heilsdagsnámskeið fyrir grunnskólakennara með áherslu á norræn tungumál, menningu og samfélagsskilning í kennslu.

• Uppfærð verkfærakista fyrir kennara um skipulag og framkvæmd kennslu í ýmsum norrænum greinum.

Það er bæði mikið magn og fjölbreytni í því átaki sem unnið er að til að ná til norrænna barna og ungmenna.

Það er mikil eftirspurn eftir nýstárlegum leiðum til að vinna með norræn tungumál- og menningarlæsi í skólum. Við hlökkum til hefjast handa við verkefnið með frábærum samstarfsaðilum okkar. Styrkurinn skiptir öllu máli og er gríðarlega mikilvæg gjöf til norræns menningar- og tungumálasamstarfs,“ segir Thomas Henriksen, verkefnastjóri Norden i Skolen og yfirmaður skóla, menningar og menntamála hjá Samtökum Norrænu félaganna.

Strax í ár geta kennarar og nemendur hlakkað til norræns jóladagatals, kynningar á nýju kennsluefni um sagnfræði og annarra verkefna unna með samstarfsaðilum. Allt verður þetta á Norden i Skolen: www.nordeniskolen.org