Norræn bókmenntavika 2022 — Norræna félagið

Norræn bókmenntavika 2022

Norræn bókmenntavika er árlegt verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna. Verkefnið leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.

Í ár fer Norræna bókmenntavikan fram dagana 14. - 20. nóvember og skiptist í tvo þætti: annars vegar Morgunstund – upplestur fyrir börn og hins vegar Rökkurstund – upplestur fyrir fullorðna.

Skráðu skólann þinn, bókasafnið eða stofnunina og taktu þátt einum stærsta upplestrarviðburði Norðurlandanna! Þannig getum við í sameiningu skapað einstakan viðburð – þar sem norrænar bókmenntir lifna við og öðlast líf í skammdegisrökkrinu.

Hugmyndakver 2022

Á hverju ári gefur Norræna bókmenntavikan út sérstakt hugmyndakver. Þar getur að líta ýmsan fróðleik um þær bókmenntir sem valdar voru það árið, umfjöllun um þemað, og síðast en ekki síst lista yfir hugmyndir sem hægt væri að framkvæma í tengslum við bókmenntavikuna. Það eru t.a.m. tillögur að viðburðum sem mætti skipuleggja í vikunni, kennsluefni sem miðast við bækur og þema ársins og einnig listi yfir frekara lesefni og kvikmyndir til áhorfs.

Fáðu innblástur og hugmyndir að skapandi dagskrá – Hugmyndakverið 2022!

Share