Forseti Íslands gerist verndari Norræna félagsins

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti fulltrúum Norræna félagsins á Bessastöðum í gær og gerðist verndari félagsins og mun verndarhlutverkið fylgja embættinu.

Norræna félagið á Íslandi fagnaði aldarafmæli sínu árinu og það er góður lokapunktur aftan við afar heppnað afmælisár að forseti Íslands hafi gerst verndari félagsins.

Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Sjá frétt á heimasíðu forseta Íslands: Norræna félagið | Forseti.is

→ Nánar má lesa um 100 ára afmælið á afmælissíðu Norræna félagsins - www.norden100.is