Tónleikar Stockholms Manskör á Íslandi dagana 11. - 13. október

Tónleikar Stockholms Manskör á Íslandi dagana 11. - 13. október

Dagana 11.-13. október nk. mun Stockholms Manskör halda þrenna tónleika hér á landi í samstarfi við Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Karlakór Selfoss.

Á efnisskrá tónleika Stockholms Manskör kennir ýmissa grasa þar sem skandinavísk kórtónlist skipar stóran sess með verkum eftir m.a. Edvard Grieg, Hugo Alfven og Jean Sibelius svo dæmi séu tekin. Auk þess eru á efnisskránni verk eftir franska höfunda eins og Camille Saint-Saëns, Darius Milhaud og Francis Poulenc. Eins má geta einstakra laga eins og „Bridge over troubled water“ eftir þá félaga Simon og Garfunkel auk ABBA lagsins „Mamma Mia“ og fleiri laga.

Útgáfuhóf bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums, í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst kl 15:30-17:00

Útgáfuhóf bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums, í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst kl 15:30-17:00

Það er með ánægju sem Safnafræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Höfuðborgardeild Norræna félagsins býður til útgáfuhófs í tilefni að útgáfu bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums: Useful Heritage in the British Isles, Iceland, and Norway, eftir Dr. Guðrúnu D. Whitehead, lektor í safnafræði.

Útgáfuhófið verður í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst, kl. 15:30-17:00.

Höfundur les úr bók sinni auk þess sem Glímudeild KR tekur nokkur glímutök. Tónlist verður í umsjón Ragnars Ólafssonar,