Útgáfuhóf bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums, í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst kl 15:30-17:00

Það er með ánægju sem Safnafræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Höfuðborgardeild Norræna félagsins býður til útgáfuhófs í tilefni að útgáfu bókarinnar The Performance of Viking Identity in Museums: Useful Heritage in the British Isles, Iceland, and Norway, eftir Dr. Guðrúnu D. Whitehead, lektor í safnafræði. Bókin fjallar um birtingarmynd víkinga á söfnum í Bretlandseyjum, Íslandi og Noregi og mikilvægi þeirra og nýtingu í samtímanum.

Útgáfuhófið verður í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. ágúst, kl. 15:30-17:00. Boðið verður upp á spennandi dagskrá; Höfundur les úr bók sinni auk þess sem Glímudeild KR tekur nokkur glímutök. Tónlist verður í umsjón Ragnars Ólafssonar, þúsundþjalasmiðs í tónlist og höfundur bókarinnar Definitely Maybe, sem fjallar um tónlist í Færeyjum.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Viðburðurinn er opinn öllum.

Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta. Boðið er upp á 10% afslátt dagana 19.-26. ágúst þegar hún er bók vikunnar. Auk þess verður upplestur á Bóksölunni 22. ágúst, kl. 12.00-12.30 og verður bókin á 20% afslætti í tilefni af því.

Nánar um dagskrá:
15.30-15.40: Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, formaður Höfuðborgardeildar Norræna félagsins opnar viðburðinn.

15.40-15.50. Ragnar Ólafsson, tónlistarmaður flytur lag.

15.50-16.10: Guðrún D. Whitehead, höfundur bókarinnar les upp úr nýútkominni bók sinni, The Performance of Viking Identity in Museums: Useful Heritage in the British Isles, Iceland and Norway.

16.10-16.30 Glímudeild K.R. kynnir glímu og sýnir gestum nokkur góð glímutök.

16.30-16.50 Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir tekur stutt viðtal við Guðrúnu D. Whitehead um bókina. Spurningum úr sal svarað.

16.50-17.00 Ragnar Ólafsson, tónlistarmaður lýkur dagskrá með því að taka nokkur lög.

Nánar um þátttakendur:
Guðrún D. Whitehead, heimasíða: https://gudrunwhitehead.wordpress.com

Nánar um bókina, The Performance of Viking Identity in Museums: https://www.routledge.com/.../Whitehead/p/book/9781138490062
Höfuðborgardeild Norræna félagsins, heimasíða: https://www.facebook.com/norraenaiReykjavik

Ragnar Ólafsson, heimasíða: https://www.facebook.com/ragnarolafssonmusic/

Ljósmyndir: Ljósmyndir teknar af höfundi á viðburðinum Past in Flames, haldinn af Hurstwic á Eiríksstöðum sumarið 2024.