Formaður og framkvæmdastjóri Sambands Norrænu félaganna (FNF), Hrannar Björn Arnarsson og Ásdís Eva Hannesdóttir voru sérstakir gestir forsætisnefndar Norðurlandaráðs, sem hélt sinn árlegan sumarfund í Vestmannaeyjum 24.-25. júní sl. Þátttaka FNF í fundinum er líður í liður í auknu samstarfi Norrænu félaganna og Norðurlandaráðs, í samræmi við óskir FNF þar um, en aukið samstarf milli aðila er einnig liður í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði á yfirstandandi ári.
Á fundinum í Vestmannaeyjum kom fram mikil ánægja með gott samstarf FNF og NR á yfirstandi ári, en undir forystu Bryndísar Haraldsdóttur, forseta Norðurlandaráðs og Oddnýjar G. Harðardóttur, varaforseta Norðurlandaráðs hefur samstarf við FNF og Norræna félagið á Íslandi verið stóraukið.
Á fundinum var lagt fram yfirlit í sex liðum um samstarfið á liðnu ári – samstarfsgrundvöllur sem hægt verður að byggja á, á komandi árum.
Fulltrúar FNF lýstu einnig yfir mikilli ánægju með það frumkvæði og þá góðu vinnu sem Norðurlandráð hefur staðið fyrir við endurskoðun Helsingfors samningsins – stjórnarskrá norrænnar samvinnu. Það er löngu tímabært að færa samstarfsgrundvöllinn til samræmis við kröfur nútímans og framtíðarinnar og eru fyrirliggjandi tillögur mikið framfaraskref að mati FNF.
Aukið fjármagn verður hinsvegar að koma til, eigi norræn samvinna að styrkjast á komandi árum, ekki síst ef fjölga á beinum aðildarlöndum og málefnasviðum sem fjalla skal um.
Á fundinum fengu fulltrúar FNF gott tækifæri til að ræða áhyggjur sínar af fjármögnun starfsemi FNF og norrænu félaganna, en ýmsar blikur eru á lofti um áframhaldandi stuðning Norrænu ráðherranefndarinnar við Norrænu félögin og verkefna sem þar eru rekin.
Það var gott að finna þann góða stuðning og velvild sem Norrænu félögin njóta í Norðurlandaráði, enda fáir ef nokkrir öflugari bandamenn norræns samstarfs en einmitt Norrænu félögin sem nú hafa flest, barist fyrir auknu norrænu samstarfi í meira en eina öld.