Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Midsommarhátíð sunnudaginn 23. júní við Norræna húsið milli 13 - 18
Dagurinn er uppfullur af skemmtilegum verkefnum, blómum, tónlist og list fyrir börn og fullorðna.
Í tilefni af einni stærstu hátíð í Svíþjóð bjóða, Sænska sendiráðið, Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn, Norræna félagið á Íslandi og Lindex í samstarfi við Norræna húsið til fagnaðar sem markar upphaf Sænska viðburðarársins á Íslandi.
Allt árið fögnum við árþúsunda vináttu ásamt ýmsum stórafmælum s.s. 400 ára verslunarsambandi, 250 ára vísindasamstarfi og 85 ára diplómatískum samskiptum Íslands og Svíþjóðar, og síðast en ekki síst þá fagnar Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn 30 ára starfsafmæli.
Dagskrá:
• 13-15 - Búðu til og notaðu þína eigin blómakórónu
• 14:00 - Dansað í kringum miðsumarstöngina (með Lindex, Norræna félaginu och Sænska sendiráðinu á Íslandi) - Nocco gefur okkur drykki.
• 15-16 - PIKKNIKK tónleikar með POSSIMISTE
• 16-17.30 - Finnsk gjörningalist
• 17.30-18.00 - Finnsk gjörningsljósmyndun kynning & ókeypis drykkir!
10-5 -POST sýning er opin í sýningarsal Hvelfinga.
Nánari dagskrá má finna hér og upplýsingar um Midsommar má finna hér (er á ensku)