Höfuðborgardeild Norræna félagsins hélt aðalfund sinn 5. júní sl. Á fundinum var m.a. fjallað um skýrslu fráfarandi stjórnar, samþykktir deildarinnar voru uppfærðar og kosin var ný stjórn og varastjórn. Í stjórnarkjöri var leitast við að fá fulltrúa frá öllum sveitarfélögunum fimm sem starfssvæði Höfuðborgardeildar nær yfir og varð sú raunin. Ný stjórn er þannig skipuð:
Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir formaður
Tryggvi Felixsson varaformaður
Hildur Helga Gísladóttir gjaldkeri
Andrés Pétursson meðstjórnandi
Ásdís Eva Hannesdóttir meðstjórnandi
Halldór Þórarinsson meðstjórnandi
Helga Lára Guðmundsdóttir meðstjórnandi
Varamenn:
Iris Dager
Atli Geir Halldórsson
Helga Vollertsen
Höfuðborgardeildin varð til við sameiningu félagsdeilda Norræna félagsins í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Seltjarnarnesi 18. júní 2020.