Opinn fundur um norrænt samstarf 20. apríl

Norræna félagið í samstarfi við Íslandsdeild Norðurlandaráðs stendur fyrir opnum fundi á Akranesi, laugardaginn 20. apríl kl 13.00 - 14.30.

Fundurinn verður á Bæjarskrifstofunum/FEBAN salnum Dalbraut 4.

Efni fundarins verður m.a.: 

Framtíðarsýn Norræna félagsins, Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði og endurskoðun Helsinki sáttmálans.

Meðal þátttakanda í umræðunni verða: 

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður, forseti Norðurlandaráðs

Hrannar B. Arnarssson, formaður Norræna félagsins

Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, varaformaður Norræna félagsins og fyrrverandi formaður.

Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, fyrrum framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins.

 

Á fundinum gefst fundargestum tækifæri á að kynna sér starfsemi Norræna félagsins og verkefni þess.

Fundurinn er öllum opinn, öll velkomin.