Sambandsþing Norræna félagsins 2024

Sambandsþing Norræna félagsins verður haldið 20. apríl 2024 á Akranesi.

Dagskrá:

09:30 Skráning og afhending þinggagna

10:00 Formaður Norræna félagsins, Hrannar B. Arnarsson setur þingið

10:05 Ávarp frá Akranesi; Haraldur Benediktsson bæjarstjóri

10:20 Kosningar forseta, varaforseta og ritara þingsins

10:25 Skýrsla sambandsstjórnar 2022 og 2023 lögð fram.

10:40 Ársreikningar síðustu tveggja ára lagðir fram

11:00 Starfsáætlun og fjárhagsáætlun (næstu tveggja ára) lagðar fram

11:40 Tillögur um lagabreytingar lagðar fram

11:50 Tillögur þingfulltrúa lagðar fram

12:00 Hádegisverður

13:00 Opinn fundur í samstarfi við Norræna félagið á Akranesi með formanni Norræna félagsins og fulltrúum Íslandsdeildar Norðurlandaráðs um formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði, endurskoðun Helsinki sáttmálans og framtíðarsýn Norrænu félaganna

14:30 Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar, reikninga félagsins, fjárhagsáætlun, starfsáætlun, félagsgjöld, lagabreytingar og tillögur þingfulltrúa

15:30 Kosningar:

a) Kosning formanns.

b) Kosning 5 aðalmanna og 4 til vara í sambandsstjórn.

c) Kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra

15:40 Tillaga um næsta þingstað og annan til vara.

15:50 Önnur mál

16:00 Þingslit

Kaffihlé

16:15 Skoðunarferð um Akranes

18:00 Fordrykkur

18:15 Hátíðarkvöldverður

Skemmtiatriði frá heimamönnum

Sambandsþingið er haldið í FEBAN salnum á bæjarskrifstofu Akranesbæjar Dalbraut 4 og er í umsjón Norræna félagsins á Akranesi.

Dagskráin hefst kl 09:30 laugardaginn 20. apríl  og lýkur með hátíðarkvöldverð um kvöldið, mökum er boðið að taka þátt í kvöldverðinum.

Áætluð þinglok eru 22:30.