Norræna félagið á Íslandi fagnar 98 ára afmæli í dag, 29. september. Félagið á rætur sínar að rekja til ótryggs stjórnmálaástands á árunum rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina sem varð til þess að konungar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs samstarfs sín á milli árið 1914.
Vestnorræni dagurinn 23. september
Hvað varð um norræna traustið?
Kórónaveirufaraldurinn hefur virkað sem vekjaraklukka á norræna samvinnu. Á óvissutímum er það venja að hver og einn lítur sjálfum sér næst og hefur veikleiki norrænnar samvinnu kristallast í skorti á samræmdum aðgerðum stjórnvalda. En þetta er ekki í fyrsta skipti því það var einnig raunin í flóttamannakrísunni haustið 2015.
Norræna félagið sér um framkvæmd Fundar fólksins
Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins, skrifuðu undir samning þess efnis að Norræna félagið verði framkvæmdaaðili lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins næstu þrjú ár. Samningurinn er gerður í framhaldi af góðum styrk Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytisins við fundinn ásamt Norræna húsinu.
Minningarathöfn / minnemarkering 22. juli
Sameining deilda á höfuðborgarsvæðinu
Olof Palme – er lausn í sjónmáli?
Norræna félagið í Reykjavík býður til umræðufundar 14. maí n.k. kl. 17-18:30 í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið er einnig útkoma bókarinnar „Arfur Stiegs Larsson“ í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins.