Olof Palme – er lausn í sjónmáli?

Norræna félagið í Reykjavík býður til umræðufundar 14. maí n.k. kl. 17-18:30 í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið er einnig útkoma bókarinnar „Arfur Stiegs Larsson“ í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins.

Vera Illugadóttir útvarpskona mun flytja erindi um Palme-morðið og morðrannsóknina.

Páll Valsson, annar þýðandi bókarinnar ,,Arfur Stiegs Larsson“, mun ræða þá kenningu sem sett er fram í bókinni.

Håkan Juholt, sendiherra Svía á Íslandi, mun ræða kynni sín af Olof Palme og áhrif hans á sænskt þjóðlíf.

Í kjölfar fylgja umræður. Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í Norræna félaginu í Reykjavík (er hér með í cc æski menn frekari upplýsinga).

Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og verður einnig sendur út í beinu streymi á vef Norræna hússins og Facebook síðu Norræna félagsins í Reykjavík. VEGNA REGLNA UM TAKMARKANIR Á SAMKOMUM VERÐUR GESTAFJÖLDI í NORRÆNA HÚSINU TAKMARKAÐUR VIÐ 15 MANNS. Hægt er að skrá sig á gestalista á Facebook-síðu viðburðarins:

https://www.facebook.com/events/513184322732843/

Fundurinn er haldinn í samvinnu við Norræna húsið og sænska sendiráðið í Reykjavík.