Frú Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir

Norræna félagið óskar frú Vigdísi Finnbogadóttur innilega til hamingju með 90 ára stórafmælið sem hún fagnar í dag, 15.apríl.

Vigdís var fjórði forseti Íslands og var kjörin í embætti í júní árið 1980. Hún gegndi embættinu í 16 ár eða til ársins 1990. Í embættistíð sinni lagði hún sérstaka áherslu á þau góðu gildi er sameina þjóðir; tungumál, sögu og menningu. Hún lagði einnig áherslu á alþjóðasamvinnu og í opinberum ferðalögum sínum erlendis naut hún þess að kynna íslenska listamenn og framleiðslu.

Árið 2013 á degi Norðurlanda þann 23. mars var frú Vigdísi Finnbogadóttur þakkað ómetanleg störf í þágu norrænnar samvinnu með gullmerki Norræna félagsins og við sama tækifæri tók hún við heiðursverðlaunum félagsins, Perunni sem var veitt þeim sem höfðu unnið af mikilli hugsjón og óeigingirni að því að styrkja tengsl norrænna þjóða.

Til marks um einlægan áhuga frú Vigdísar á menningu, tungumálum og alþjóðasamskiptum þá hefur Norræna félagið alltaf getað leitað til hennar þegar vel á að gera. Þannig var sjálfsagt mál að halda fyrirlestur á norrænu höfuðborgarmóti (2007) um áhrif ásatrúar á kristni og nútíma norrænt samfélag eða mæta á ráðstefnu í Reykjanesbæ (2017) þar sem fulltrúar frjálsra félagasamtaka á Eystrasaltssvæðinu ræddu jafnrétti og lýðræði og ávallt er Vigdís tilbúin að ræða mikilvægi þess að læra erlend tungumál.

Um öll Norðurlönd er afmæli frú Vigdísar Finnabogadóttur minnst með hlýhug og þakklæti og það gerum við hjá Norræna félaginu einnig.

Til hamingju með daginn Vigdís og takk fyrir allt sem þú hefur gert.