Mörg bókasöfn eru nú lokuð tímabundið. Þrátt fyrir það getum við ennþá útvegað okkur norrænt lesefni. Fjöldi norrænna bókmenntaverka er aðgengilegur ókeypis á netinu.
Hér eru nokkrar vefsíður sem þú getur notað til að finna bók til að lesa í tölvu, síma, spjaldtölvu eða á lesbretti. Þessar vefsíður eru aðgengilegar öllum, án innskráningar, og efnið fellur ekki undir höfundarrétt.
Sænska: https://litteraturbanken.se/epub Litteraturbanken er verkefni rekið af Språkbanken við Gautaborgarháskóla, Svenska Akademien og Kungliga biblioteket. Á vefsíðunni er stórt safn sígildra bókmenntaverka á sænsku, auk annars efnis eins og hljóðsafn, myndasafn og bókmenntakynningar.
Norska: https://www.bokselskap.no/boker Bokselskap er verkefni rekið af Det norske språk- og litteraturselskap (NSL). Á vefsíðunni eru aðgengilegar 312 sígildar norskar bækur.
Project Gutenberg: Á Project Gutenberg vefnum er hægt að finna fjölda bóka á sænsku, norsku, dönsku og finnsku. Sænska: http://www.gutenberg.org/browse/languages/sv
Danska: http://www.gutenberg.org/browse/languages/da
Finnska: http://www.gutenberg.org/browse/languages/fi
Norska: http://www.gutenberg.org/browse/languages/no
Bókasafn Norræna Hússins (þarfnast innskráningar). Að lokum bendum við á að þið sem eigið bókasafnskort og PIN-númer hjá bókasafni Norræna hússins getið fengið eina rafbók að láni á viku á rafbókasafni Norræna hússins: https://nordenshus.elib.se/
Norræna félagið á facebook