Þann 23. mars n.k. verður Dagur Norðurlandanna haldinn hátíðlegur vítt og breytt um öll Norðurlöndin og í ár bjóða Norræna félagið og Norræna húsið til norræns gestaboðs í Norræna húsinu kl. 16:30. Léttar veitingar verða í boði.
Saga Dags Norðurlanda 1936-2022
Kennsluvefurinn Norden i Skolen fær stóran styrk frá A.P. Møller sjóðnum
Norræna félagið á Íslandi 100 ára
Súðbyrðingurinn á lista hjá UNESCO
Þjóðhátíðardagur Finnlands
Norræn bókmenntavika 2021
Í ár býður Norræn bókmenntavika börnum og fullorðnum á upplestrarviðburði þar sem þemað er draumar og þrár. Aukin fjarlægð og lokuð landamæri hafa verið einkennandi undanfarið. Það sem getur sameinað fólk yfir landamæri er einmitt draumar og þrár.Það sem okkur dreymir um og það sem við þráum getur verið óendanlega ólíkt, en tilfinningarnar eru þær sömu.
Aukið samstarf Íslands og Færeyja
Björgum norrænu samstarfi
Við búum vel Íslendingar að eiga að nágrönnum öflugustu hagsældar- og velferðarríki heims. Það er nánast orðin klisja að nefna að Norðurlönd raða sér nánast alltaf í efstu sætin í könnunum á velferð og lífsgæðum ríkja heims, en hún er sönn. Lýðræðið og réttarríkið á í vök að verjast í ýmsum af löndum hins vestræna heims en það stendur traustum fótum á Norðurlöndum.