Þann 18.júní var haldinn sögulegur sameiginlegur aðalfundur hjá Norrænu félögunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og var samþykkt samhljóða um sameiningu þessar félaga. Félagið mun framvegis bera heitið Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu.
Olof Palme – er lausn í sjónmáli?
Norræna félagið í Reykjavík býður til umræðufundar 14. maí n.k. kl. 17-18:30 í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið er einnig útkoma bókarinnar „Arfur Stiegs Larsson“ í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins.
Frú Vigdís Finnbogadóttir 90 ára
Gleymum ekki dönskunni
Heimalestur í samkomubanni
Ný norræn stjórnarskrá – En ny nordisk konstitution
Stóraukum kennslu í dönsku, norsku og sænsku.
Nefndarstarf Norræna félagsins opið félagsmönnum
Velgengni norskra bókmennta
Norskar bókmenntir hafa notið mikillar velgengni erlendis undanfarin ár. Um eitt þúsund norskir titlar eru þýddir á eitthvert annað mál á hverju ári. Þetta kom sérlega vel í ljós á bókasýningunni í Frankfurt haustið 2019, þar sem Norðmenn voru heiðursgestir, en Halldór Guðmundsson stýrði því verkefni fyrir hönd Noregs.