Norskar bókmenntir hafa notið mikillar velgengni erlendis undanfarin ár. Um eitt þúsund norskir titlar eru þýddir á eitthvert annað mál á hverju ári. Þetta kom sérlega vel í ljós á bókasýningunni í Frankfurt haustið 2019, þar sem Norðmenn voru heiðursgestir, en Halldór Guðmundsson stýrði því verkefni fyrir hönd Noregs.
Norræna félagið í Reykjavík boðar til opins fundar þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17 í Norræna húsinu þar sem Halldór segir frá starfi sínu fyrir granna okkar í austri. Hann mun einnig fjalla um norskar samtímabókmenntir og hvað valdi frábærum viðtökum þeirra á alþjóðavettvangi á undanförnum árum.
Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, flytur ávarp í upphafi fundar.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við Norska sendráðið í Reykjavík, Norræna húsið og verkefnið Norðurlönd í fókus.
Þeir sem ekki eru félagsmenn í Norræna félaginu í Reykjavík, geta skráð sig í félagið hér: http://bit.ly/2MGjx9D