Norræna félagið mælir með tónleikum Björns Thoroddsen og hinum sænska Janne Schaffer sem lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil. Tónleikarnir verða í Salnum Kópavogi föstudaginn 21. febrúar n.k.
Gitarleikararnir Björn Thoroddsen og Janne Schaffer leika á tónleikum í Salnum í Kópavogi föstudaginn 21.febrúar 2025 og með þeim verða Jón Rafnsson, bassaleikari, Sigfús Örn Óttarsson, trommuleikari og sænski píanóleikarinn og söngvarinn Jonas Gideon, en hann hefur starfað mikið með Janne Schaffer undanfarin ár og nú sem stendur eru þeir félagar á tónleikaferðalagi um Svíþjóð og leika þar þá tónlist sem Janne hefur sýslað með síðastliðin 50 ár. Sú tónleikaröð nefnist „My Music Story“.
Dagskrá tónleikanna í Salnum mun samanstanda af tónlist eftir Janne Schaffer, - fusion-kennd gítartónlist sem einnig hefur yfir sér skemmtilegan sænskan þjóðlegan blæ og eflaust fær eitthvað ABBA-lag að fljóta með, en hann lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil. Tónlist Björns Thoroddsen fær sinn sess, bæði hans frumsamda tónlist og íslensk þjóðlög, en Björn er stofnandi tríósins Guitar Islancio, sem er þekkt fyrir sínar útsetningar á íslenskum þjóðlögum og eitthvað af þeim lögum verða væntanlega á dagskránni í nýjum útsetningum þeirra félaga.
Sjá nánar: https://salurinn.kopavogur.is/.../bjorn-thoroddsen-og.../