Föstudagin 31. janúar 2025, klukkan 15:00 stendur Dansk-íslenska félagið fyrir málþingi um dönskukennslu. Málþingið verður í Auðarsal í Veröld og er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Dansk-íslenska félagið er hópur fólks sem hefur áhuga á samskiptum Íslendinga og Dana, ekki síst á félagslegum og menningarlegum grunni . Systurfélagið í Danmörku er Dansk-Islandsk Samfund. Bæði félögin eru liðlega 100 ára. Félagið gefur árlega út ritið "Rask og Repp" Tíðindi frá Dansk-íslenska félaginu á Íslandi. Ritið er kennt við fræðimennina Rasmus Christian Rask (1787-1832) og Þórleif Repp (1794-1857).
Félaginu er fátt óviðkomandi varðandi þessi samskipti. Eitt af því er danska í skólakerfinu - og þar á meðal önnur skandinavísk tungumál. Dansk-íslenska félagið er hreint ekki eitt um að vilja stuðla að því að börn nútíma og framtíðar geti án vandkvæða nýtt sér þá möguleika sem þeim standa til boða á Norðurlöndunum.
Bakhjarlar málþingsins eru m.a. Félag dönskukennara á Íslandi, Norræna félagið, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur.