Páskahátíð Sænska félagsins á Íslandi og Norræna félagsins

Smellið hér til að sjá viðburðinn á Facebook.

Viðburður Sænska Félagsins á Íslandi &
Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu

Miðar, sjá hlekk í viðburð

Þetta er upphafið að Merkisárinu Svíþjóð-Ísland 2024. Við byrjum á því að vekja athygli á hefðum kringum sænsku páskahátíðina þar sem við mætum í páskabúningum og föndrum páskadót og leitum að páskaeggjum.

Þessi viðburður hentar bæði börnum og fullorðnum. Allir koma með eitthvað með sér fyrir kaffiboð (Pálínuboð) og þegar við erum búin að föndra, leita að páskaeggjum og drekka kaffi þá endum við á að horfa á kvikmynd Astrid Lindgren um Lottu í Ólátagötu um Lottu og systkini hennar í páskabúningum.

Dagskrá:
Allir í páskabúningum bæði börn og fullorðnir eru velkomin í páskaföndur hjá Norræna Félaginu á Óðinsgötu 7. Sænska Félagið verður með efnið í föndrið en takið endilega með ef þið eigið eggjabakka, eggjaskurn og tómar klósettrúllur.

Pálínuboð
Allir taka með sér eitthvað á kaffiboðrið en Sænska Félagið býður upp á kaffi og djús.

Við vonumst til að allir vilji koma í páskabúning, sjá mynd efst í viðburð eða googla "Påskkärring".

Eftir föndrið þá leitum við að páskaeggjum og ef veður leyfir þá gerum við það úti.

Viðburðurinn er ókeypis fyrir alla félagsmenn en kostar 1000 kr á barnið fyrir þá sem eru ekki félagsmenn. Foreldrar borga ekkert. Það kostar aðeins 4500 á fjölskyldu á ári að vera félagsmaður í Sænska Félaginu á Íslandi.

Innifalið í verðinu á viðburðinum er efni í föndur, páskaegg með sælgæti, djús og kaffi.

Skráðu þið gegnum eyðublaðið/slóðina hér uppi svo við vitum hvað er von á mörgum. Mikilvægt að við vitum hversu mörg börn sem mæta.

Vinsamlegast borgið viðburðinn gegnum heimabankann. Það er ekki hægt að borga með korti á staðnum

Bankareikningur Sænska Félagsins
Íslandsbanki
Kennitala 411200-2990
Reikningsnúmer 0515-26-005641
Merkið greiðsluna með ¨påsk¨