→ Smellið hér til að sjá viðburðinn á Facebook.
Norrænu félögin á höfuðborgarsvæðinu boða til sameiginlegrar góugleði föstudaginn 15. mars nk. í Fjósinu á Hlíðarenda, félagsheimili Valsmanna.
Fjósið opnar kl. 18.00 og gleðin byrjar með hamingjustund og þar gefst gott tækifæri til að spjalla saman áður en formleg dagskrá hefst kl. 19.30.
Í boði er vel úti látinn smáréttamatseðill og síðan verður fjölbreytt dagskrá með gamanmálum með norrænu ívafi, fræðslu á léttu nótunum og menningardagskrá, samsöngur og hljóðfæraleikur fram eftir kvöldi. Barinn verður opinn allt kvöldið.
Verð á mann er 5500 kr. fyrir félagsmenn í Norræna félaginu og maka en 6000 kr. fyrir aðra.
Hvetjum fólk til að mæta og næra félagsandann í Norræna félaginu með nýrri hefð sem vonast er til að geti orðið árlegur viðburður í félagsstarfinu.
Vinsamlega skráið ykkur á hjálagt rafrænt eyðublað, https://forms.office.com/r/Te7Fgb6nFw
Sjáumst á góugleðinni,
Höfuðborgar- og Garðabæjardeild Norræna félagsins.