Norræna félagið auglýsir eftir verkefnastjóra

Norræna félagið leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að stjórna Nordjobb á Íslandi, lýðháskólastyrkjum Norræna félagsins og öðrum verkefnum sem tengjast atvinnu og menntun ungmenna á Norðurlöndunum.

Helstu verkefni:

  • Samskipti við vinnuveitendur og umsækjendur innan Nordjobb verkefnisins

  • Skipulagning og framkvæmd kynningarstarfsemi Nordjobb til að efla þátttöku íslenskra ungmenna

  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um lýðháskólastyrk

  • Skrif á umsóknum og skýrslum til Nordplus vegna lýðháskólastyrks Norræna félagsins

  • Umsóknir um fjármagn til verkefna og eftirfylgni með fjármögnunarskýrslum

  • Ábyrgð á þróun og framkvæmd verkefna tengdum atvinnu og menntun ungmenna á Norðurlöndunum

  • Önnur tengd verkefni innan félagsins

Hæfnikröfur:

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

  • Sterkur áhugi á málefnum ungmenna á Norðurlöndunum

  • Mjög góð kunnátta í einu skandinavísku tungumáli (danska, norska eða sænska) í rituðu og töluðu máli

  • Góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli

  • Þekking á vinnumarkaðsmálum er kostur

Við bjóðum upp á:

  • Frábær tækifæri til að þróast í starfi

  • Regluleg ferðalög innan Norðurlandanna tengd verkefnum

Starfsupplýsingar:

  • Um er að ræða fullt framtíðarstarf

  • Starfsmaðurinn þarf að hafa mikla hæfni í að vinna á fjölmenningarlegum vettvangi þar sem samstarfsfólk er staðsett í ýmsum norrænum löndum.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði atvinnu og menntunar ungmenna á Norðurlöndunum, þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn á norden@norden.is

Umsóknarfrestur til 5. desember.