Norræna bókmenntavikan er upplestrarviðburður þar sem sömu bækur eru lesnar samtímis á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndum og jafnvel víðar þar sem áhugi er. Verkefnið, sem er á vegum Norrænu félaganna hefur það að markmiði að kynna norrænar bókmenntir og viðhalda þeirri hefð að fólk komi saman og hlusti á upplestur, hefð sem á sér djúpar rætur í norrænu samfélagi. Norræna bókmenntavikan er einu sinni á ári, í viku 46 þ.e. 11.-17. nóvember og þá standa staðir eins og bókasöfn, skólar og aðrar menningarstofnanir fyrir upplestri fyrir börn og ungmenni á morgnana og fullorðna á kvöldin.
Í ár er Norræna bókmenntavikan helguð 80 ára lýðveldishátíð Íslands með bókunum Eldgos eftir Rán Flygenring og Skugga-Baldur eftir Sjón.