Norrænt hádegisspjall

Laugardaginn 18. mars, kl. 12:00 - 13:00, fer fram hádegisspjall í Norræna húsinu þar sem Jorodd Asphjell forseti Norðurlandaráðs fer yfir áherslur ráðsins og framtíð norræns samstarfs. Að því loknu fara fram pallborðsumræður um þýðingu norræns samstarfs fyrir Ísland.

Þátttakendur:

  • Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs

  • Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins

  • Viktor Ingi Lorange, formaður Ung Norræn

  • Jorodd Asphjell

Fundarstjóri er Lárus Valgarðsson