Hverjir eiga Norðurskautið?

Norðurslóðafundur Norræna félagsins í Reykjavík – dansk nedenfor.

Það verður heldur betur áhugaverð erindi og umræður um málefni Norðurskautsins í húsakynni Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 17:00

Fyrst mun Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál, fræða fundargesti um skipulag og verkefni Þingmannaráðstefnunnar, það sem hæst ber í starfi hennar um þessar mundir og það sem fram undan er. Enn fremur mun Ari Trausti segja frá Norðurskautsráðinu og verkefnum þess en aðild að því eiga átta ríki; Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð auk átta samtaka frumbyggja sem eru: Alþjóðasamtök Alúta, Norðurslóðaráð Aþabaska, Heimskautaráð Inúíta, Alþjóðaráð Gwich‘in-frumbyggja, Samtök rússneskra frumbyggjaþjóða norðursins og Samaráðið.

Að erindi Ara Trausta loknu mun Jacob Isbosethsen, sendimaður Grænlands á Íslandi, fjalla um áhuga stórveldanna, Bandaríkjanna og Kína, á Grænlandi, möguleg áhrif þessa á ríkjasamband Danmerkur, Grænlands og Færeyja og stöðuna í kröfum Grænlands/Danmerkur, Kanada, Bandaríkjanna og Rússlands til yfirráða á Norðurpólssvæðinu og líklega þróun þeirra mála á næstunni.

Fundurinn mun fara fram á norrænum málum og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Den 27. november, kl. 17, 2019 inviterer Foreningen Norden til et møde om arktiske anliggender i foreningslokalet i Óðinsgata 7 í Reykjavík.

Ari Trausti Guðmundsson, medlem af Altinget og formand for Islands delegation i Den Arktiske Parlamentariker konference, drøfter konferencen‘s organisation, hovedtemaer, fokusområder og arbejdramme. Endvidere vil Ari Trausti diskutere Arktisk Råd med henblik på dets betydning for samarbejdet mellem de pågældende stater i Arktis.

Jacob Isbosethsen, chef for Grønlands repræsentation i Reykjavik, drøfter den seneste udvikling i Arktis angående stormagtspolitik og territorialkrav. Hvad findes der i de høj arktiske områder, påvirker situtationen Rigsfællesskabet og hvem ejer egentlig Nordpolområdet?

Ef þú ert ekki þegar félagsmaður í Norræna félaginu, getur þú skráð þig í félagið hér: http://bit.ly/2MGjx9D