Hrannar Björn Arnarsson formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins var kosinn nýr formaður Norræna félagsins á Sambandsþingi félagsins sem haldið var um helgina á Siglufirði. Hrannar Björn tekur við formennsku af Boga Ágústssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 4 ára formennsku. Um leið og við óskum Hrannari Birni til hamingju þökkum við Boga fyrir óeigingjarnt starf í þágu Norræna félagsins síðasta áratug.
Á þinginu var einnig kosið í sambandsstjórn til næstu tveggja ára.
Sambandsstjórn Norræna félagsins 2019-2021:
Guðni Olgeirsson, Garðabæ
Jóngeir Hlinason, Vogar
Kristín Brynhildur Davíðsdóttir, Fjallabyggð
Margrét I. Ásgeirsdóttir, Suðurnesjabær
Sif Gunnarsdóttir, Reykjavík
Skúli Thoroddsen, Reykjanesbær
Unnur Brá Konráðsdóttir, Reykjavík
Iris Dager fulltrúi Ungmennanefndar Norræna félagsins
Í varastjórn voru kosin:
Baldvin Þór Bergsson, Reykjavík
Bylgja Árnadóttir, Reykjavík
G. Ásgerður Eiríksdóttir, Sveitarfélagið Ölfus
Hjördís Hjartardóttir, Akranesi
Nanna S. Pétursdóttir, Vesturbyggð
Therese Möller, Akureyri
Tryggvi Felixson, Kópavogur
Þorlákur Helgason, Selfoss
Mörg spennandi viðfangsefni bíða nýrrar stjórnar.
Norræna félagið á Íslandi verður í formennsku fyrir FNF Foreningerne Nordens Forbund 2020.