Hrannar Björn Arnarsson nýr formaður Norræna félagsins

Hrannar Björn Arnarsson nýkjörinn formaður Norræna félagsins

Hrannar Björn Arnarsson formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins var kosinn nýr formaður Norræna félagsins á Sambandsþingi félagsins sem haldið var um helgina á Siglufirði. Hrannar Björn tekur við formennsku af Boga Ágústssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 4 ára formennsku. Um leið og við óskum Hrannari Birni til hamingju þökkum við Boga fyrir óeigingjarnt starf í þágu Norræna félagsins síðasta áratug.

Á þinginu var einnig kosið í sambandsstjórn til næstu tveggja ára.

Sambandsstjórn Norræna félagsins 2019-2021:

  • Guðni Olgeirsson, Garðabæ

  • Jóngeir Hlinason, Vogar

  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir, Fjallabyggð

  • Margrét I. Ásgeirsdóttir, Suðurnesjabær

  • Sif Gunnarsdóttir, Reykjavík

  • Skúli Thoroddsen, Reykjanesbær

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, Reykjavík

  • Iris Dager fulltrúi Ungmennanefndar Norræna félagsins

Í varastjórn voru kosin:

  • Baldvin Þór Bergsson, Reykjavík

  • Bylgja Árnadóttir, Reykjavík

  • G. Ásgerður Eiríksdóttir, Sveitarfélagið Ölfus

  • Hjördís Hjartardóttir, Akranesi

  • Nanna S. Pétursdóttir, Vesturbyggð

  • Therese Möller, Akureyri

  • Tryggvi Felixson, Kópavogur

  • Þorlákur Helgason, Selfoss

Mörg spennandi viðfangsefni bíða nýrrar stjórnar.

Norræna félagið á Íslandi verður í formennsku fyrir FNF Foreningerne Nordens Forbund 2020.